Uppfærslur frá Microsoft (desember 2006)
Uppfært 16.12.: Samtímis útgáfu öryggisuppfærslna í desember, þá gaf Microsoft út uppfærslu fyrir Internet Explorer 7 (KB 928089). Þessi uppfærsla var ekki gefin út í gegnum Microsoft Update og farið hefur mjög lítið fyrir henni. Hún leysir það vandamál þegar hinn nýi "Phishing Filter" í IE7 verður til þess að örgjörvanotkun IE7 verður mjög mikil og tölvan verður mjög hægvirk.
Uppfært 13.12.: Seinnipart nóvember gaf Microsoft út nýja útgáfu 6.0 af Remote Desktop Connection (einnig þekkt sem RDC eða Terminal Services Client) fyrir Windows XP og Windows Server 2003. Þessi nýja útgáfa er nú aðgengileg í gegnum Microsoft Update.
Upprunalegt 12.12.: Microsoft gaf út 7 öryggisuppfærslur í dag (12.12.) fyrir Windows og Internet Explorer (2006 nr. 72-78). Það er mjög mikilvægt að vera alltaf með nýjustu uppfærslur til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.
Hérna eru upplýsingar um þessar uppfærslur fyrir venjulega tölvunotendur og einnig fyrir tölvusérfræðinga.
Einfaldast er samt að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Automatic Updates en einnig er hægt að sækja þær handvirkt með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli