Viðvörun vegna galla í Yahoo Messenger og uppfærsla (8.1)
Yahoo! Messenger spjallforritið hefur verið uppfært í útgáfu 8.1. Samtímis útgáfunni gaf Yahoo! út viðvörun (120806) vegna öryggisgalla í fyrri útgáfum af Yahoo! Messenger. Vandamálið felst í því að hægt er að misnota ActiveX stýringu sem fylgir með því.
Þeir sem settu upp Yahoo! Messenger fyrir 02.11. ættu að uppfæra upp í þessa nýju útgáfu, sem má sækja beint frá Yahoo!.
Á Íslandi nota nær allir MSN/Live Messenger en á heimsvísu nota álíka margir MSN/Live Messenger og Yahoo! Messenger. Þau eru hins vegar í 2.-3. sæti, langt á eftir AOL Instant Messenger (AIM) sem er með fleiri notendur heldur en öll hin spjallforritin samanlagt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli