Viðvörun vegna galla í Adobe Reader og Acrobat
Adobe hefur gefið út viðvörun (APSA06-02) vegna galla í Adobe Reader og Acrobat útgáfu 7.0.0-7.0.8 á Windows. Vandamálið felst í því að hægt er að misnota ActiveX stýringu sem fylgir með Adobe Reader og Acrobat sem notuð er í Internet Explorer til að birta PDF-skjöl. Notendur annarra vefsjáa eru ekki í hættu. Adobe vinnur að uppfærslu (líklega 7.0.9) sem verður væntanlega gefin út fljótlega.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli