18. júl. 2006

Poseidon og Cars

Kvikmyndin Poseidon er þokkaleg afþreying. Ekkert sérstök, er fremur 99 mínútna "inn um annað, út um hitt" hasarmynd með ákaflega fyrirsjáanlegum söguþræði. Persónusköpunin var ekki sérstaklega spennandi, ég var að velta fyrir mér mestallan tímann hver dæi næst og hvernig.

Undir lokin verður handritsslys sem er mun stærra en þessi blessaða alda: Sögupersónurnar eru að reyna að komast út um bógskrúfurnar. Fyrir utan það að bógskrúfurnar eru ennþá í gangi þegar þau komast þangað (en engin vél myndi þola það að vera svona lengi í gangi á hvolfi) þá snúast þær á móti hver annarri. Bógskrúfur eru ekki til þess að sjúga sjó inn í skip eða blása honum út. Þær eiga að snúast með hver annarri til að snúa skipinu. En það er e.t.v. ástæðan fyrir því að ekki tókst að snúa þessu skipi í tæka tíð upp í ölduna?

Fær 5/10 í einkunn.

Teiknimyndin Cars er vel teiknuð, með mörg mjög skemmtileg sjónarhorn og söguhugmyndin er áhugaverð. Það er ágætis hraði í sögunni fram að seinni hluta myndarinnar en þá dettur hún niður um töluverða hríð. Handritið er hins vegar svo uppfullt af Hollywood-klisjum og fjölskyldu- og lífsgildum frá sömu borg að manni verður illt.

Fær 5/10 í einkunn.

Engin ummæli: