The Lake House
Kvikmyndin The Lake House er rómantísk saga um elskendur sem eru aðskildir í tíma, hjá honum er árið 2004 en hjá henni er 2006. Þau eiga í ástarsambandi með aðstoð dularfulls póstkassa sem þau nota til að senda skilaboð og hluti sín á milli. Þetta er endurgerð á nýlegri kóreskri mynd, Il Mare (Siworae). Þetta er mjög falleg og skemmtileg saga og vel leikin af Keanu Reeves og Söndru Bullock.
Tímaferðalög bjóða upp á allskonar vitleysu um hvaða eintak af hverjum gerði hvað á hverjum tíma. Það er sem betur fer ekki of mikið af slíku í þessari mynd, nema rétt undir lokin þegar handritshöfundunum hefur þótt nauðsynlegt að fá góðan Hollywood endi á myndina. Þrátt fyrir það er þetta góð mynd.
Fær 7/10 í einkunn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli