15. nóv. 2006

Viðvörun vegna galla í Adobe Flash og uppfærsla (9.0.28.0)

Adobe Flash Player hefur verið uppfærður í útgáfu 9.0.28.0. Samtímis útgáfunni gaf Adobe út viðvörun (APSB06-18) vegna öryggisgalla í fyrri útgáfum. Hægt er að sjá núverandi útgáfu sem vefsjáin er að nota á sérstakri vefsíðu hjá Adobe. Nýjustu útgáfuna má sækja beint frá Adobe.

Athugið að ef það eru fleiri vefsjár á tölvunni en Internet Explorer (t.d. Firefox eða Opera) þá flækist málið aðeins. Í því tilfelli þarf að sækja Flash annars vegar með IE (eingöngu IE-útgáfan) og hins vegar með einhverri annarri vefsjá (útgáfur fyrir aðrar vefsjár).

Þetta er þvert á leiðbeiningar frá Adobe en staðreyndin er sú að útgáfan af Flash sem Adobe vill meina að sé fyrir Firefox, Mozilla, Netscape, Opera og Internet Explorer uppfærir í raun og veru ekki IE. Til þess þarf að sækja IE-útgáfuna.

Athugið að þó að uppfærsla MS06-069 frá Microsoft í gær sé lagfæring á Flash að þá er þar verið að laga aðra og eldri galla í Flash og einungis í þeirri útgáfu af Flash sem fylgdi með Windows XP á sínum tíma en ekki þá útgáfu sem kann að vera á tölvunni núna. Microsoft vísar í gamla viðvörun frá Adobe (APSB06-11) en Adobe lagaði þá galla í útgáfu 9.0.16.0 í sumar.

Engin ummæli: