13. nóv. 2006

Andlát tölvu

Tölvan mín dó fyrir um viku síðan, nánar tiltekið að morgni 04.11.2006. Fyrirvarinn var enginn. Ég hafði ræst hana fyrr um morguninn, um áttaleytið, og lesið fréttir en slökkti svo á henni. Stýrikerfið ræsti aldrei aftur. Það var 5 ára, 3 mánaða og 5 daga gamalt.

Þessi uppsetning var síðan 30.07.2001 kl. 16:23. Orsökin reyndist vera bilaður diskur þannig að ég keypti nýjan disk og setti upp nýtt stýrikerfi, sem ræsti í fyrsta skipti 04.11.2006 kl. 17:34.

Tölvan er látin, lengi lifi tölvan.

Engin ummæli: