Uppfærslur frá Microsoft (nóvember 2006)
Uppfært 08.12.: Microsoft hefur gefið út viðvörun (SA 929433) vegna galla sem hefur uppgötvast í Microsoft Word. Verið er að misnota gallann til árása. Microsoft mun auðvitað laga gallann einhverntímann en þangað til eru ráðleggingarnar: "Do not open or save Word files that you receive from un-trusted sources or that you receive unexpectedly from trusted sources". Sem sagt, ekki nota Word...
Uppfært 20.11.: Microsoft hefur gefið út viðvörun (SA 928604) vegna þess að búið er að gefa út kóða til að misnota gallann sem lagaður var í uppfærslu MS06-070 fyrr í mánuðinum. Einungis þeir eru í hættu sem ekki hafa enn sett inn þá uppfærslu.
Upprunalegt 14.11.: Microsoft gaf út 6 öryggisuppfærslur í dag (14.11.) fyrir Windows og Internet Explorer (2006 nr. 66-71). Það er mjög mikilvægt að vera alltaf með nýjustu uppfærslur til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.
Hérna eru upplýsingar um þessar uppfærslur fyrir venjulega tölvunotendur og einnig fyrir tölvusérfræðinga.
Einfaldast er samt að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Automatic Updates en einnig er hægt að sækja þær handvirkt með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli