Thank You for Smoking og The Hitchhiker's Guide to the Galaxy
Kvikmyndin Thank You for Smoking fjallar um talsmann tóbaksframleiðanda, starf hans og samband við fjölskyldu sína. Mjög skemmtileg og áhugaverð sýn inn í starf sem krefst þess að verja slæman málstað. Góð mynd.
Fær 7/10 í einkunn.
Kvikmyndin The Hitchhiker's Guide to the Galaxy er byggð á samnefndum bókum eftir Douglas Adams og hann er einnig meðhöfundur að handritinu. Það var við því að búast að það yrði erfitt að kvikmynda þessa sögu og eflaust margir sem verða fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Bækurnar eru meinfyndnar, útvarpsleikritin eru stórkostleg, sjónvarpsþættirnir voru lélegir og þessi mynd er ekkert voðalega góð. Hún er þokkaleg ein og sér en stenst ekki samanburð. Ef maður gerir sér ekki of miklar hugmyndir eða vonir fyrirfram þá er þetta góð afþreying. Útvarpsleikritin eru langbest!
Fær 7/10 í einkunn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli