Viðvörun vegna galla í WinZip 10 og uppfærsla (build 7245)
WinZip hefur gefið út viðvörun (WZ 7245) vegna öryggisgalla í Winzip 10. Gallinn er einungis í þeirri tilteknu útgáfu en ekki í útgáfum 8, 9 eða 11. Vandamálið felst í því að hægt er að misnota ActiveX stýringu sem fylgir með WinZip 10 í gegnum Internet Explorer.
WinZip mælir með því að notendur uppfæri í útgáfu 10 build 7245 (ókeypis) eða uppfæri í útgáfu 11 (kostar peninga).
Uppfærsla MS06-067 frá Microsoft sem gefin var út í fyrradag kemur einnig í veg að Internet Explorer geti notað ActiveX stýringar sem fylgja með WinZip 10. Aldrei mun hafa verið ætlunin að hægt væri að nota þær í Internet Explorer og því ákváð Microsoft í samráði við WinZip að fara þá leið að setja "kill bits" fyrir þær.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli