Uppfærslur frá Microsoft (apríl 2007)
Uppfært 13.04.: Microsoft hefur gefið út viðvörun (SA 935964) vegna galla í DNS þjónustunni í Windows, sem verið er að misnota til árása.
Uppfært 10.04.: Microsoft gaf út 5 öryggisuppfærslur í dag (10.04.) fyrir Windows (2007 nr. 18-22) til viðbótar MS07-017 sem var gefin út á undan áætlun. Það er mjög mikilvægt að vera alltaf með nýjustu uppfærslur til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.
Hérna eru upplýsingar um þessar uppfærslur fyrir venjulega tölvunotendur og einnig fyrir tölvusérfræðinga.
Einfaldast er samt að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Automatic Updates en einnig er hægt að sækja þær handvirkt með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.
Uppfært 03.04.: Microsoft gaf út 1 öryggisuppfærslu í dag (03.04.) fyrir Windows (2007 nr. 17).
Þessi uppfærsla (MS07-017) lagar galla í meðhöndlun Windows á bendlaskrám ("animated cursor files", ANI skrár). Uppfærslan kemur á undan áætlun og í kjölfar þess að þessi galli hefur verið notaður til árása.
Í kjölfar uppfærslunnar getur komið villan "«application executable name» - Illegal System DLL Relocation" en hana má laga með því að setja inn uppfærsluna KB 935448 til viðbótar. Sækja þarf viðbótaruppfærsluna beint frá Microsoft.
Upprunalegt 02.04.: Microsoft ætlar að gefa út öryggisuppfærslu á morgun, 03.04., til að laga galla (SA 935423) í meðhöndlun Windows á bendlaskrám ("animated cursor files", ANI skrár). Útgáfan er á undan áætlun vegna þess að verið er að misnota gallann til árása. Microsoft gaf út viðvörun vegna gallans fyrir helgi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli