1. apr. 2007

Flyboys og What the #$*! Do We (K)now!?

Flyboys er merkilega langdregin, klisjukennd, einhæf og alltof löng kvikmynd. Hún er full af endurtekningum, með gloppóttan söguþráð og er einfaldlega þrautleiðinleg. Ekki þess virði að horfa á hana, jafnvel þó hún væri ókeypis.

Fær 1/10 í einkunn.

Kvikmyndin What the #$*! Do We (K)now!? er skrýtin blanda af heimildamynd, sögu, tæknibrellum og tölvuteiknuðum atriðum. Þetta er umfjöllun um spurninguna hvað raunveruleikinn sé eiginlega, séð frá sjónarhóli taugaboðefna og skammtafræði.

Skv. stjörnugjöf á IMDb þá skiptast áhorfendurnir í tvo jafnstóra hópa, annar hópurinn elskar þessa mynd og gefur henni fullt hús en hinn hópurinn hatar hana. Vanalega myndar stjörnugjöfin bjöllulaga feril en þessi mynd fær hengirúm, sem er mjög óvanalegt. Mér fannst hún verulega óspennandi.

Fær 1/10 í einkunn.

Engin ummæli: