Kerfisbakkaklukka
Á gömlu tölvunni minni var ég með lítið forrit, TClockEx, sem sýndi bæði dagsetningu og tíma í kerfisbakkanum (e. system tray, notification area). Það besta við þetta forrit var að það reyndi ekki að gera of mikið, það sýndi bara dagsetningu og tíma og ef maður smellti á klukkuna þá birtist dagatal.
Þegar ég skipti frá Windows 2000 í Windows XP í nóvember á seinasta ári hófst leit að svipuðu forriti því TClockEx virkaði ekki á XP. Ég hef prófað mjög mörg klukkuforrit síðan en öll hafa þau verið ofhlaðin af alltof mikilli virkni. En núna, tæpum tæplega 5 mánuðum seinna, er leitinni loks lokið: AlfaClock er alveg frábært forrit og hagnýtt tól.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli