Saw III, Lucky Number Slevin og Van Helsing
Kvikmyndin Saw III er sú versta í samnefndri röð mynda. Sú fyrsta, Saw (sem fékk 7/10 í einkunn), var nýstárleg og kom á óvart. Önnur myndin, Saw II (sem fékk 6/10 í einkunn), var dálítið "meira af því sama" og sú þriðja er á köflum einungis endurvinnsla á fyrri tveimur myndunum. Allar eru þessar myndir ofboðslega hrottalegar.
Fær 5/10 í einkunn.
Gaman- og spennumyndin Lucky Number Slevin er góð skemmtun strax frá upphafi. Hún fjallar um mann sem lendir á milli tveggja glæpaforingja og hvernig hann sleppur. Sagan er flókin en heilsteypt og stjörnulið leikara skilar fínni vinnu. Góð skemmtun.
Fær 7/10 í einkunn.
Van Helsing er leiðinleg vampírumynd. Tölvuteiknuðu atriðin eru mjög flott og það er ágætur hasar á köflum, en handritið er of mikið bull til að hægt sé að horfa framhjá því.
Fær 1/10 í einkunn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli