Ekki gengur Vista vel
Las nýlega fréttir á BBC og News.com um að Dell sé aftur byrjað að selja tölvur með Windows XP, en Dell hætti að selja Windows XP með tölvunum sínum þegar Windows Vista var gefið út í janúar sl.
Dell mun vera að láta undan þrýstingi frá viðskiptavinum sínum sem vilja frekar Windows XP heldur en Windows Vista.
Þetta gerðist ekki þegar Windows XP var gefið út 2001, þá bað enginn um að fá Windows 98 draslið aftur (og það var "enginn" að nota Windows 2000).
Firefox er reyndar mun vinsælli hugmynd hjá viðskiptavinum Dell heldur en Windows XP. Fyrst Windows XP er komið aftur þá er aldrei að vita nema að Firefox verði sjálfgefna vefsjáin á Dell tölvum í náinni framtíð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli