The Weather Man
Kvikmyndin The Weather Man fjallar um veðurfréttamann í Chicago, sem gengur mjög vel í vinnunni á meðan fjölskyldulíf hans er í rúst. Hann fær mjög góð laun en finnst vinnan, lífið og tilveran vera fremur tilgangslaus. Hann fær tilboð um draumastarf í New York og telur að með því að taka því tilboði og byrja upp á nýtt á nýjum stað þá muni fjölskyldulífið einhvern veginn batna. Myndin er ádeila, dökkur húmor og sorg. Góð mynd og áhugaverð.
Fær 7/10 í einkunn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli