23. júl. 2006

The Matador og S.W.A.T.

Kvikmyndin The Matador sýnir nýja og aðra hlið á Pierce Brosnan heldur en James Bond, þar sem hann leikur leigumorðingja á barmi taugaáfalls. Það er e.t.v. fullmikið að kalla þetta gamanmynd þó hún sé kynnt þannig en það er dökkur húmor í henni og ofbeldið (sem hlýtur að vera í mynd um leigumorðingja) er aldrei sýnt. Sagan er þokkaleg þó hún sé örlítið brotakennd og höfundum tekst nokkrum sinnum að koma manni á óvart. Fín afþreying.

Fær 7/10 í einkunn.

Löggumyndin S.W.A.T. er eins og langur sjónvarpsþáttur og það tekur töluverðan tíma að koma sögunni (hasarnum) af stað.

Fær 6/10 í einkunn.

Engin ummæli: