17. júl. 2006

Dýrt er bændanna orðið

Í Blaðinu í dag (17.07., , bls. 2, efst) er rætt við formann Bændasamtaka Íslands undir fyrirsögninni "Matur verður alltaf dýrari hjá okkur", sem er ekki gæfuleg stefna og undarlegt markmið.

Þar segir hann að hann vilji helst "fá skýrt svar hvort Íslendingar vilji landbúnað eða ekki". Þegar vitlaust er spurt þá er ekki von til annars en að svarið verði bull.

Ég sem neytandi vil fá gæðavöru á góðu verði og ég hef enga trú á því að aðrir (íslenskir) neytendur séu gríðarlega ósammála þeirri skoðun. Síðan er (rétta) spurningin sú hvort að íslenskur landbúnaður treystir sér til þess að uppfylla þessar kröfur eða ekki.

Ég hef enga skoðun á því hvort ég vilji íslenskan landbúnað eða ekki og íslenskir bændur eiga enga kröfu á mig að ég svari því hvort ég vilji hann eða ekki. Ég tel mig hins vegar eiga kröfu á þá að þeir svari því hvort að þeir telji sig geta staðið sig í samkeppninni. Miðað við fyrirsögnina hjá formanninum þá er það ekki líklegt.

Engin ummæli: