20. júl. 2006

Vírusar og heimabankar

Í Fréttablaðinu í dag (20.07., forsíða, efst, bls. 4, miðju) er fjallað um stuld úr heimabönkum. Þetta er ekki ný frétt heldur samantekt af málum sem komið hafa upp frá október 2005 til júní 2006. Ekki er um að ræða bein innbrot í heimabankana, heldur hafa glæpamenn komist inn á (heima)tölvur viðskiptavina bankanna, náð notandanöfnum og lykilorðum og notað þær upplýsingar til að skrá sig inn á heimabankana og millifæra.

Í fréttinni kemur fram að tölvuvírus hafi komið við sögu í seinasta málinu, en svo var einnig í því fyrsta þó svo að það komi ekki fram í fréttinni. Leiða má líkur að því að tölvuvírusar hafi komið við sögu í öllum málunum.

Þetta undirstrikar þörfina fyrir það að verja tölvuna sína og fara varlega með lykilorð. Bankarnir bera hins vegar vissulega ábyrgð líka því þeir bjóða viðskiptavinum sínum ekki ennþá upp á betra og öruggara innskráningarkerfi. Að nota einungis notandanöfn og lykilorð er orðið gamaldags.

Ég fjallaði um hvernig eigi að verjast nethættum í svari á Vísindavef Háskóla Íslands:

Ofangreindar ráðleggingar eiga við öll stýrikerfi en þó mestmegnis Windows. Annað gott ráð til að forðast flest vandræði er einfaldlega að fá sér Makka (a.m.k. þangað til að þeir verða vinsælir, þá munu sömu vandamál fara að hrjá Mac OS X og Windows).

Önnur tengd svör á Vísindavefnum sem ég hef skrifað um vírusa eru:
Svo hef ég einnig skrifað (ótengt vírusum):
og að lokum veitti ég ráðgjöf við:
Allt frábær svör svo ég segi nú sjálfur frá.

Engin ummæli: