8. ágú. 2006

V for Vendetta

Kvikmyndin V for Vendetta er hasarmynd með beittri pólitískri ádeilu. Hún fjallar um frelsishetju, eða hryðjuverkamann eftir því hvernig á það er litið, sem berst gegn kúgun stjórnvalda, sem birtist í formi "High Chancellor Stutler" (og það eru rauðir krossfánar og skrúðgöngur og margar fleiri tilvísanir í Hitler og nasista).

Samtölin í myndinni eru mjög skemmtileg og Hugo Weaving er mjög góður í hlutverki V. Hann er með grímu fyrir andlitinu allan tímann en tekst samt að koma hugsunum og tilfinningum persónunnar til skila. Sagan er áhugaverð. Hún hefur mikla skírskotun til nútímans og hvert við gætum verið að stefna með auknum völdum lögreglu og minna eftirliti kjörinna fulltrúa og dómstóla. Grafíkin er mjög góð, ekki yfirgengileg eða augljós heldur fellur einstaklega vel að myndinni.

Fær 8/10 í einkunn.

Engin ummæli: