19. ágú. 2006

The Pink Panther og Open Water

Kvikmyndin The Pink Panther er fín blanda af dæmigerðri Pink Panther mynd og dæmigerðri Steve Martin mynd. Söguþráðurinn skiptir litlu sem engu máli því myndin er samansafn atriða/brandara, sem flestir heppnast mjög vel. "Söng- og leikkonan" Beyoncé Knowles er einstaklega léleg í hlutverki sínu (á svipaðan hátt og önnur "söng- og leikkona" Jennifer Lopez, sem gert hefur sitt besta til að eyðileggja nokkrar kvikmyndir) en henni tekst ekki að eyðileggja myndina. Fín afþreying.

Fær 7/10 í einkunn.

Ræman Open Water er sérstaklega langdregin mynd um tvo kafara, sem eru skildir eftir úti á rúmsjó og þurfa að berjast við hákarla en tapa baráttunni. Leiðinleg kvikmyndataka og einstök tímasóun.

Fær 1/10 í einkunn.

Engin ummæli: