5. ágú. 2006

Peter Jackson's King Kong

Tölvuleikurinn Peter Jackson's King Kong: The Official Game of the Movie (PS2) er ekki merkilegur; um það bil leiðinlegur í öfugu hlutfalli við fáránlega lengd nafnsins. Söguþráðurinn er ekki skemmtilegur, þrautirnar leiðinlegar og grafíkin slæm. Maður þarf endalaust að vera eltast við einhver spjót, sem renna saman við grátt landslagið, til að berjast við sömu skrýmslin aftur og aftur.

Fær 1/10 í einkunn.

Engin ummæli: