8. ágú. 2006

LEGO Star Wars

Tölvuleikurinn LEGO Star Wars (PS2) er góður leikur, sérstaklega fyrir börn en einnig fullorðna. Hann er með mjög skemmtilegt "drop in, drop out" kerfi þarf sem tveir spilarar geta spilað saman sem teymi eða einn spilari getur spilað með tölvunni (og seinni spilarinn getur þá komið inn í leikinn þegar honum hentar). Borðin eru skemmtileg og þrautirnar áhugaverðar. Öll borð þarf að spila a.m.k. tvisvar sinnum; fyrst sem hluta af sögunni og síðan aftur með völdum persónum, sem hafa ákveðna hæfileika, sem eru nauðsynlegir til að leysa allar þrautirnar.

Fær 8/10 í einkunn.

Framhaldið, LEGO Star Wars II: The Original Trilogy (PS2), er væntanlegt fljótlega. Borðin í þeim leik verða ekki eins línuleg og í fyrri leiknum og því hægt að flakka um þau og skoða sig um. Grafíkin og hreyfingar verða betri og nýjum möguleikum bætt við spilunina, m.a. verður hægt að nota faratæki.

Engin ummæli: