Uppfærslur frá Microsoft (ágúst 2006)
Uppfært 25.08.: Það er engin afsökun fyrir því að vera ekki búinn að sækja þessar uppfærslur núna. Microsoft hefur lagfært og gefið út eina af uppfærslunum aftur (MS06-042) og samhliða gefið út viðvörun (SA 923762) um að fyrri útgáfan hafi verið gölluð og að tölvuþrjótar gætu nýtt sér gallann.
Uppfært 14.08.: Núna er kominn vírus sem nýtir sér einn af þessum göllum (MS06-040) og hefur Microsoft gefið út viðvörun (SA 922437) vegna hans. Microsoft kallar hann Win32/Graweg en flest vírusvarnafyrirtækin kalla hann W32/Ircbot (eða álíka nöfnum). Uppfærið tölvurnar ykkar strax!
Upprunalegt 08.08.: Microsoft gaf út 12 öryggisuppfærslur í dag (08.08.) fyrir Windows, Internet Explorer, Outlook Express, Office o.fl. forrit (2006 nr. 40-51). Það er mjög mikilvægt að vera alltaf með nýjustu uppfærslur til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.
Hérna eru upplýsingar um þessar uppfærslur fyrir venjulega tölvunotendur og einnig fyrir tölvusérfræðinga.
Einfaldast er samt að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Automatic Updates en einnig er hægt að sækja þær handvirkt með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli