13. ágú. 2006

Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest

Kvikmyndin Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest kemur í kjölfar mikilla vinsælda fyrstu myndarinnar, Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl (sem fékk 8/10 í einkunn).

Það er gríðarlega erfitt að fylgja fyrstu myndinni eftir því mikill hluti af vinsældunum var hve aðalpersónan Jack Sparrow kom á óvart og hvað hún var ný, fersk og fyndin. Í mynd tvö kemur hún ekki á óvart og hún er ekki heldur nýtt nógu vel. Það væri hægt að vera með mun meira af fyndum atriðum en í staðinn drukknar myndin í tölvuteiknuðum atriðum (CGI) af ýmsum toga, sem eru mjög góð en heldur mikið af því góða. Myndin byrjar fremur rólega og er of löng. Þetta er engu að síður góð afþreying og verður gaman að sjá mynd þrjú næsta sumar.

Fær 6/10 í einkunn.

Engin ummæli: