26. maí 2007

Stranger Than Fiction

Kvikmyndin Stranger Than Fiction er um skrifstofumann sem verður að sögupersónu í sínu eigin lífi. Hann hittir svo rithöfundinn og kemst að því að í fyrri verkum hans hafa allar sögupersónurnar dáið í lokin. Ágætis skemmtun.

Fær 7/10 í einkunn.

24. maí 2007

Aukauppfærslur frá Microsoft, hluti 1:2

Upprunalegt 22.05.: Microsoft gaf út viðvörun í dag (SA 927891) vegna uppfærslu (KB 927891) sem það gaf út til að laga vandamál við Automatic Updates og Microsoft Update sem allmargir lenda í: Þegar farið er á Microsoft Update þá notar forritið svchost.exe 100% af örgjörvanum í langan tíma og tölvan virðist hætta að virka.

Þessi uppfærsla er sú fyrri af tveimur, þessi lagar Windows Installer og sú seinni mun laga Windows Update forritið.

Hægt að sækja þessa uppfærslu með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.

13. maí 2007

Eragon

Drekamyndin Eragon er ágætis skemmtun með mjög skemmtilegum tölvuteiknuðum dreka. Söguþráðurinn er ekki merkilegur en hangir saman og myndin er sjónrænt falleg.

Fær 7/10 í einkunn.

Uppfærsla á QuickTime (7.1.6)

QuickTime hefur verið uppfært í útgáfu 7.1.6. Samhliða nýju útgáfunni hefur Apple gefið út viðvörun þar sem þessi nýja útgáfa lagar nokkra öryggisgalla.

Á Mac OS X er einfaldast er að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Software Update. Á Windows þarf að nota Apple Software Update tólið sem fylgir með nýlegum útgáfum af QuickTime og iTunes.

Kosningasjónvarp

Stöð 2 valtaði yfir Ríkisútvarpið í kosningasjónvarpinu í gær. Stöð 2 var með yfirburðagrafík, frábæra framsetningu á gögnunum og 16:9 mynd. Fréttamenn Stöðvar 2 voru e.t.v. heldur hástemmdari í lýsingunum en fréttamenn RÚV en kom ekki að sök.

Stöð 2 er einkarekin sjónvarpsstöð sem treystir á velvild viðskiptavina sinna; ef þeim líkar ekki dagskráin þá geta þeir sagt upp áskriftinni. RÚV er ríkisrekin sjónvarpstöð sem getur treyst á að fá skatttekjur sem eru teknar með góðu eða illu af af öllum landsmönnum; tekjurnar eru algjörlega óháðar gæðum dagskrárinnar.

12. maí 2007

Spider-Man 3

Kvikmyndin Spider-Man 3 er alltof löng. Það mætti klippa burt heila klukkustund og hún væri samt of löng. Söguþráðurinn er fyrirsjáanlegur. Fyrri myndirnar, Spider-Man (sem fékk 6/10 í einkunn) og Spider-Man 2 (sem fékk 1/10 í einkunn), voru svo sem ekki mikið skárri.

Fær 5/10 í einkunn.

8. maí 2007

Uppfærslur frá Microsoft (maí 2007)

Upprunalegt 08.05.: Microsoft gaf út 7 öryggisuppfærslur í dag (08.05.) fyrir Windows, Internet Explorer og Office (2007 nr. 23-29). Það er mjög mikilvægt að vera alltaf með nýjustu uppfærslur til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Hérna eru upplýsingar um þessar uppfærslur fyrir venjulega tölvunotendur og einnig fyrir tölvusérfræðinga.

Einfaldast er samt að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Automatic Updates en einnig er hægt að sækja þær handvirkt með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.