13. maí 2007

Kosningasjónvarp

Stöð 2 valtaði yfir Ríkisútvarpið í kosningasjónvarpinu í gær. Stöð 2 var með yfirburðagrafík, frábæra framsetningu á gögnunum og 16:9 mynd. Fréttamenn Stöðvar 2 voru e.t.v. heldur hástemmdari í lýsingunum en fréttamenn RÚV en kom ekki að sök.

Stöð 2 er einkarekin sjónvarpsstöð sem treystir á velvild viðskiptavina sinna; ef þeim líkar ekki dagskráin þá geta þeir sagt upp áskriftinni. RÚV er ríkisrekin sjónvarpstöð sem getur treyst á að fá skatttekjur sem eru teknar með góðu eða illu af af öllum landsmönnum; tekjurnar eru algjörlega óháðar gæðum dagskrárinnar.

Engin ummæli: