17. jún. 2007

Uppfærsla á Firefox (2.0.0.4)

Firefox vefsjáin hefur verið uppfærð í útgáfu 2.0.0.4. Í þessari útgáfu er m.a. 5 öryggisuppfærslur (2007 nr. 12-14 og 16-17). Eins og alltaf er ástæða til að vera með nýjustu útgáfuna til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Smellið á "Help : Check for Updates..." og svo "Download & Install now »" til að sækja og setja upp þessa nýju útgáfu. Eftir endurræsinguna, smellið þá á "Tools : Add-ons : Find Updates : Install Updates" til að sækja uppfærslur á öllum viðbótum.

12. jún. 2007

Uppfærslur frá Microsoft (júní 2007)

Upprunalegt 12.06.: Microsoft gaf út 6 öryggisuppfærslur í dag (12.06.) fyrir Windows, Internet Explorer og Outlook Express (2007 nr. 30-35). Það er mjög mikilvægt að vera alltaf með nýjustu uppfærslur til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Hérna eru upplýsingar um þessar uppfærslur fyrir venjulega tölvunotendur og einnig fyrir tölvusérfræðinga.

Einfaldast er samt að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Automatic Updates en einnig er hægt að sækja þær handvirkt með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.

11. jún. 2007

Safari fyrir Windows

Apple hefur ákveðið að gefa út Safari vefsjána fyrir Windows.

Skv. fréttatilkynningu Apple þá verður Safari 3 gefin út sem hluti af Mac OS X Leopard og svo geta Mac OS X Tiger, Windows XP og Windows Vista notendur sótt hann ókeypis í október.

Windows notendur geta þá valið um Internet Explorer, Firefox, Opera, Netscape og Safari.

Uppfærslur frá Apple (2007-005)

Apple gaf út 17 uppfærslur fyrir Mac OS X, bæði stýrikerfið sjálft og forrit sem fylgja með því (2007-005). Það er mjög mikilvægt að vera alltaf með nýjustu uppfærslur til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Einfaldast er að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Software Update.

Microsoft gefur út Windows Media Player Firefox Plugin

Microsoft hefur gefið út Windows Media Player Firefox Plugin.

Windows Media Player virkar mun betur í Firefox með þessari viðbót heldur en þeirri sem hefur fylgt með Firefox hingað til.

Uppfærsla á Adobe Reader (8.1.0)

Adobe Reader hefur verið uppfærður í útgáfu 8.1.0.

Smellið á "Help : Check for Updates..." til að uppfæra úr útgáfu 8.0.0. Nýju útgáfuna má sækja beint frá Adobe til að uppfæra frá útgáfu 7 eða eldri.

Uppfærslur á Adobe Flash og Shockwave (9.0.45.0 / 10.2.0.022)

Adobe Flash Player og Shockwave Player hafa verið uppfærðir í útgáfu 9.0.45.0 (Flash) og 10.2.0.022 (Shockwave). Hægt er að sjá núverandi útgáfur sem vefsjáin er að nota á sérstakri vefsíðu hjá Adobe (vinstra megin í Shockwave glugganum en smella á About í Flash glugganum).

Nýjustu útgáfurnar má sækja beint frá Adobe: Sækja Flash og sækja Shockwave.

Athugið að ef það eru fleiri vefsjár á tölvunni en Internet Explorer (t.d. Firefox eða Opera) þá flækist málið aðeins. Í því tilfelli þarf að sækja Flash annars vegar með IE (eingöngu IE-útgáfan) og hins vegar með einhverri annarri vefsjá (útgáfur fyrir aðrar vefsjár) og svo er einfaldast að sækja Shockwave með einhverri annarri vefsjá en IE (útgáfur fyrir allar vefsjár; ef Shockwave er sótt með IE þá er einungis IE-útgáfan sótt).