31. júl. 2007

Uppfærsla á Firefox (2.0.0.6)

Firefox vefsjáin hefur verið uppfærð í útgáfu 2.0.0.6. Í þessari útgáfu er m.a. 2 öryggisuppfærslur (2007 nr. 26-27). Eins og alltaf er ástæða til að vera með nýjustu útgáfuna til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Smellið á "Help : Check for Updates..." og svo "Download & Install now »" til að sækja og setja upp þessa nýju útgáfu. Eftir endurræsinguna, smellið þá á "Tools : Add-ons : Find Updates : Install Updates" til að sækja uppfærslur á öllum viðbótum.

22. júl. 2007

Uppfærsla á Firefox (2.0.0.5)

Firefox vefsjáin hefur verið uppfærð í útgáfu 2.0.0.5. Í þessari útgáfu er m.a. 8 öryggisuppfærslur (2007 nr. 18-25). Eins og alltaf er ástæða til að vera með nýjustu útgáfuna til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Smellið á "Help : Check for Updates..." og svo "Download & Install now »" til að sækja og setja upp þessa nýju útgáfu. Eftir endurræsinguna, smellið þá á "Tools : Add-ons : Find Updates : Install Updates" til að sækja uppfærslur á öllum viðbótum.

Uppfærsla á QuickTime (7.2)

QuickTime hefur verið uppfært í útgáfu 7.2. Samhliða nýju útgáfunni hefur Apple gefið út viðvörun þar sem þessi nýja útgáfa lagar nokkra öryggisgalla.

Á Mac OS X er einfaldast er að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Software Update. Á Windows þarf að nota Apple Software Update tólið sem fylgir með nýlegum útgáfum af QuickTime og iTunes.

Uppfærslur frá Apple (2007-006)

Apple gaf út 2 uppfærslur fyrir Mac OS X, bæði stýrikerfið sjálft og forrit sem fylgja með því (2007-006). Það er mjög mikilvægt að vera alltaf með nýjustu uppfærslur til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Einfaldast er að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Software Update.

10. júl. 2007

Uppfærslur frá Microsoft (júlí 2007)

Upprunalegt 10.07.: Microsoft gaf út 6 öryggisuppfærslur í dag (10.07.) fyrir Windows og Office (2007 nr. 36-41). Það er mjög mikilvægt að vera alltaf með nýjustu uppfærslur til að forðast vírusa og tölvuþrjóta.

Hérna eru upplýsingar um þessar uppfærslur fyrir venjulega tölvunotendur og einnig fyrir tölvusérfræðinga.

Einfaldast er samt að stilla tölvuna sína til að sækja þessar uppfærslur sjálfkrafa með því að nota Automatic Updates en einnig er hægt að sækja þær handvirkt með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.

5. júl. 2007

Aukauppfærslur frá Microsoft, hluti 2:2

Upprunalegt 05.07.: Microsoft hefur gefið út seinni hlutann af uppfærslunum sem tilkynnt var um í viðvörun SA 927891, sbr. fyrri pistil. Uppfærslurnar voru gefnar út til að laga vandamál við Automatic Updates og Microsoft Update sem allmargir lenda í: Þegar farið er á Microsoft Update þá notar forritið svchost.exe 100% af örgjörvanum í langan tíma og tölvan virðist hætta að virka.

Þessi uppfærsla er sú seinni af tveimur, sú fyrri lagaði Windows Installer og þessi lagar lagar Windows Update forritið.

Hægt að sækja þessa uppfærslu með því að fara á Microsoft Update (hlekkur virkar einungis í IE) og fylgja leiðbeiningunum þar.