7. jún. 2008

Seyðfirsk tímaskekkja

Seyðfirðingar eru, í fullri alvöru að því virðist, að skoða það að taka upp sumartíma á Seyðisfirði.

Þetta er stórvitlaus hugmynd á svo marga vegu og af svo mörgum ástæðum að það hálfa væri nóg.

Fyrir það fyrsta þá er Íslands þegar á sumartíma, eða með "flýtta klukku", allt árið um kring. M.v. hnattstöðu þá ætti Ísland að vera á GMT-1, en reyndar ætti vestasti hluti Vestfjarða að vera á GMT-2. Hinsvegar er Ísland á GMT allt árið um kring sem í raun sumarklukkan ef hér væri sumartími. Að taka upp sumartíma, þ.e. að flýta klukkunni yfir á GMT+1, er í raun að taka upp tvöfaldan sumartíma og hið náttúrlega hádegi er þá um kl. 14 síðdegis (nánar tiltekið kl. 14:14 að meðaltali).

Í öðru lagi mun sumartími skapa vandræði í tölvukerfum og tölvustýrðum tækjum þegar þarf að breyta tímanum.

Í þriðja lagi mun skapast almennur ruglingur tvisvar á ári manna á milli þegar breytt er um tíma.

Ég fjallaði mjög ítarlega um þessi atriði og mörg önnur í grein í Morgunblaðinu 17. nóvember 2000 þegar hugmyndir um sumartíma voru til umræðu. Fremur en að endurtaka mig hér þá vísa ég á greinina. Öll rökin eiga enn við enda hugmyndin jafnvitlaus þá og nú.

Fjölmargar aðrar greinar má finna í Morgunblaðinu frá þessum tíma og enginn mælti þessari hugmynd bót. Helstar vil ég benda á þessar:

en einnig voru þessar áhugaverðu greinar ritaðar:
Þessi tiltekna hugmynd sem nú er til umræðu, að hafa annan tíma á Seyðisfirði en annars staðar á Íslandi er enn verri en almenna hugmyndin um sumartíma á Íslandi. Maður getur rétt ímyndað sér ferðamennina sem eru að reyna að ná í Norrænu, en "því miður, hún fór kl. 14:00 að Seyðfirskum tíma, ekki íslenskum tíma".

Mín ráðlegging til Seyðfirðinga er að fara fyrr á fætur, byrja vinnudaginn fyrr, fara fyrr heim og þá endist sólin lengur á kvöldin. Drattist á fætur!