Kvikmyndin The Pink Panther er fín blanda af dæmigerðri Pink Panther mynd og dæmigerðri Steve Martin mynd. Söguþráðurinn skiptir litlu sem engu máli því myndin er samansafn atriða/brandara, sem flestir heppnast mjög vel. "Söng- og leikkonan" Beyoncé Knowles er einstaklega léleg í hlutverki sínu (á svipaðan hátt og önnur "söng- og leikkona" Jennifer Lopez, sem gert hefur sitt besta til að eyðileggja nokkrar kvikmyndir) en henni tekst ekki að eyðileggja myndina. Fín afþreying.
Fær 7/10 í einkunn.
Ræman Open Water er sérstaklega langdregin mynd um tvo kafara, sem eru skildir eftir úti á rúmsjó og þurfa að berjast við hákarla en tapa baráttunni. Leiðinleg kvikmyndataka og einstök tímasóun.
Fær 1/10 í einkunn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli